Hallormsstaðaskóli - fjármál

Málsnúmer 201308135

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 21. fundur - 02.09.2013

Farið yfir stöðu fjármála miðað við fjárhagsáætlun 2013. Ljóst er að launaliður mun fara fram úr áætlun enda m.a. tekin ákvörðun um ráðingu sérkennara í 50% starf og aukinn sérstakan stuðning vegna sérstakrar stöðu á síðasta skólaári eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt.

Rætt um frumáætlun 2014 sem var til afgreiðslu sl. vor og Elínu Rán falið að fara yfir þær forsendur sem liggja að baki áætlun 2014 þannig að leggja megi endanlega tillögu að áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 22. fundur - 14.10.2013

Farið yfir stöðu á fjárliðum eins og staðan var um mánaðarmótin september/október sl. en ljóst er að samþykkt áætlun mun ekki standast enda forsendur talsvert breyttar frá samþykkt áætlunar. Skólanefnd leggur áherslu á að náið verði fylgst með þróun fjármála áfram. Einnig farið yfir stöðu og áherslur á viðhaldsverkefnum ársins. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá forgangsröðun sem birtist í viðhaldsáætlun 2013.