Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

22. fundur 14. október 2013 kl. 13:00 - 14:18 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Elín Rán Björnsdóttir, aðstoðarskólastjóri og starfandi skólastjóri, tók þátt í fundinum.

1.Hallormsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310045

Elín Rán Björnsdóttir, aðstoðarskólastjóri, kynnti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2013 sem eru unnin af oddvita Fljótsdalshrepps, starfandi skólastjóra og fræðslufulltrúa skv. samningi sveitarfélaganna um rekstur skólans. Fyrirliggjandi drög borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða af skólanefnd. Drögum að fjárhagsáætlun skólans vísað til sveitarstjórnanna til endanlegrar afgreiðslu.

2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201308134

Samþykkt hafði verið viðbót við stuðningsfulltrúastörf við skólann til áramóta en breyttar aðstæður gera þá viðbót óþarfa.

3.Hallormsstaðaskóli - fjármál

Málsnúmer 201308135

Farið yfir stöðu á fjárliðum eins og staðan var um mánaðarmótin september/október sl. en ljóst er að samþykkt áætlun mun ekki standast enda forsendur talsvert breyttar frá samþykkt áætlunar. Skólanefnd leggur áherslu á að náið verði fylgst með þróun fjármála áfram. Einnig farið yfir stöðu og áherslur á viðhaldsverkefnum ársins. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá forgangsröðun sem birtist í viðhaldsáætlun 2013.

4.Skóladagatal leikskólans Skógarsels 2013-2014

Málsnúmer 201310050

Elín Rán kynnti skóladagatal Skógarsels. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

5.Hallormsstaðaskóli - skólaþing haust 2013

Málsnúmer 201310049

Elín Rán kynnti frumniðurstöður frá skólaþinginu í haust. Frekari úrvinnsla verður kynnt fyrir skólanefndinni þegar hún liggur fyrir.

6.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201309037

Lagt fram til kynningar.

7.Ungt fólk og lýðræði 2013 - lokaskýrsla

Málsnúmer 201309038

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:18.