Elín Rán Björnsdóttir, aðstoðarskólastjóri, kynnti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2013 sem eru unnin af oddvita Fljótsdalshrepps, starfandi skólastjóra og fræðslufulltrúa skv. samningi sveitarfélaganna um rekstur skólans. Fyrirliggjandi drög borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða af skólanefnd. Drögum að fjárhagsáætlun skólans vísað til sveitarstjórnanna til endanlegrar afgreiðslu.
Farið yfir stöðu á fjárliðum eins og staðan var um mánaðarmótin september/október sl. en ljóst er að samþykkt áætlun mun ekki standast enda forsendur talsvert breyttar frá samþykkt áætlunar. Skólanefnd leggur áherslu á að náið verði fylgst með þróun fjármála áfram. Einnig farið yfir stöðu og áherslur á viðhaldsverkefnum ársins. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá forgangsröðun sem birtist í viðhaldsáætlun 2013.