Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

21. fundur 02. september 2013 kl. 13:15 - 15:28 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
  • Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi

1.Hallormsstaðaskóli - upphaf skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201308133Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar kynnti formaður Elínu Rán Björnsdóttur, sem ráðin hefur verið tímabundið skólaárið 2013-2014 sem aðstoðarskólastjóri í forföllum skólastjóra. Elín Rán fór síðan yfir upphaf skólaárins, en 25 grunnskólanemendur og 6 leikskólanemendur eru skráðir til náms við upphaf skólaárs. Grunnskólanemendum er kennt í 2 námshópum, Guðbjörg Sif Kjartansdóttir er umsjónarkennari yngri námshópsins, en þar eru nemendur í 1. - 5. bekk og Hrefna Egilsdóttir og Hildur Agnarsdóttir deila umsjón í eldri námshópnum, en þar eru nemendur í 7. - 10. bekk. Elín Rán minnti á fyrirhugað skólaþing í Hallormsstaðaskóla sem verður 16. september, þar verður tækifæri til að móta frekari stefnu í skólastarfinu. Elín Rán nefndi áhuga sinn á virkri þátttöku í heilsuskólaverkefninu, enda taldi hún að starfsemi skólans félli nú þegar að miklu leyti að því verkefni.

2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201308134Vakta málsnúmer

Elín Rán fór yfir stöðuna í starfsmannamálum skólans en einni grunnskólakennarastöðu var sagt upp í sumar vegna fækkunar nemenda. Einnig var stöðuhlutföllum almennra starfsmanna fækkað umtalsvert á milli skólaáranna og telur Elín Rán að þar sé svo komið að ekki sé hægt að sinna nauðsynlegri gæslu, m.a. í búningsklefum í íþróttahús, mönnun í leikskóla þar sem aldursbil barna er mjög breitt með mönnuninni eins og henni er skipað nú. Elín Rán hefur samið við þann kennara sem nú vinnur uppsagnartíma sinn að sinna sérstökum stuðningi við nemanda sem þarf stuðning allan skólatíma sinn og það er mat hennar að þeim stuðningi sé best komið með þessum hætti. Hún óskar því eftir að fá heimild til að semja við viðkomandi um að halda þeim stuðningi áfram og óskar jafnframt eftir heimild til aukningar á stöðugildum skólaliða sem nemur allt að 50% starfi svo hægt sé að sinna gæslu með ásættanlegum hætti. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna viðbót við stöðugildi skólaliða og jafnframt að samið verði við þann kennara sem nú sinnir fyrrnefndum einstaklingsstuðningi um áframhaldandi starf til áramóta.

3.Hallormsstaðaskóli - fjármál

Málsnúmer 201308135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu fjármála miðað við fjárhagsáætlun 2013. Ljóst er að launaliður mun fara fram úr áætlun enda m.a. tekin ákvörðun um ráðingu sérkennara í 50% starf og aukinn sérstakan stuðning vegna sérstakrar stöðu á síðasta skólaári eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt.

Rætt um frumáætlun 2014 sem var til afgreiðslu sl. vor og Elínu Rán falið að fara yfir þær forsendur sem liggja að baki áætlun 2014 þannig að leggja megi endanlega tillögu að áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:28.