Hallormsstaðaskóli - upphaf skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201308133

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 21. fundur - 02.09.2013

Í upphafi fundar kynnti formaður Elínu Rán Björnsdóttur, sem ráðin hefur verið tímabundið skólaárið 2013-2014 sem aðstoðarskólastjóri í forföllum skólastjóra. Elín Rán fór síðan yfir upphaf skólaárins, en 25 grunnskólanemendur og 6 leikskólanemendur eru skráðir til náms við upphaf skólaárs. Grunnskólanemendum er kennt í 2 námshópum, Guðbjörg Sif Kjartansdóttir er umsjónarkennari yngri námshópsins, en þar eru nemendur í 1. - 5. bekk og Hrefna Egilsdóttir og Hildur Agnarsdóttir deila umsjón í eldri námshópnum, en þar eru nemendur í 7. - 10. bekk. Elín Rán minnti á fyrirhugað skólaþing í Hallormsstaðaskóla sem verður 16. september, þar verður tækifæri til að móta frekari stefnu í skólastarfinu. Elín Rán nefndi áhuga sinn á virkri þátttöku í heilsuskólaverkefninu, enda taldi hún að starfsemi skólans félli nú þegar að miklu leyti að því verkefni.