Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

252. fundur 22. ágúst 2017 kl. 17:00 - 20:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir liðum 2-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir mættu á fundinn undir liðum 3-7. Skólastjórar grunnskólanna mættu undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Sigurborg Kr. Hannesdóttir mætti á fund nefndarinnar til umræðu um næstu skref vegna vinnu við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins.

Mál í vinnslu.

2.Innritun í leikskóla 2017

Málsnúmer 201701108

Farið yfir stöðu mála hvað varðar innritun í leikskóla 2017. Fram kom að í báðum leikskólum er skólatími barnanna að lengjast.

Lagt fram til kynningar.

3.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Fyrir fundinum voru drög að stefnu skólamötuneytisins. Stefnan samþykkt með áorðnum breytingum á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Egilsstaðaskóli - Mat á skólastarfi 2016-2017

Málsnúmer 201708062

Ruth Magnúsdóttir kynnti sjálfsmatsskýrslu Egilsstaðaskóla 2016-2017,

Lagt fram til kynningar.

5.Brúarásskóli - Mat á skólastarfi 2016-2017

Málsnúmer 201708059

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti sjálfsmatsskýrslu Brúarásskóla 2016-2017.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti fundargerð skólaráðs Brúarásskóla frá 3. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

7.Ritföng grunnskólanema, sjá bókun bæjarstjórnar frá 16. ágúst sl.

Málsnúmer 201708064

Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:20.