Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

245. fundur 07. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir 0
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu á fundinn undir 1. lið á dagskránni. Helena Rós Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskóla sat fundinn undir liðum 1-5. Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla sat fundinn undir liðum 2-4.

1.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Í ljósi erinda sem borist hafa hefur verið farið í eftirfarandi aðgerðir:

- Skerpt á vinnulagi á matarfundi m.a. með því að gera gátlista til að tryggja fjölbreytni matseðilsins.
- Síðasti matseðill yfirfarinn af næringarfræðingi og reyndist uppfylla ráðleggingar um matarræði frá landlæknisembættinu.
- Framsetning á matseðli gerð skýrari.
- Unnið að sérstakri undirsíðu um Skólamötuneytið á heimasíðu sveitarfélagsins með hagnýtum upplýsingum
- Útgáfa á fréttabréfi sem sent verður til foreldra.
- Undirbúningur að stefnu Fljótsdalshéraðs fyrir Skólamötuneytið.

Fræðslustjóra falið að svara erindunum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Lagt fram til kynningar.

3.Brúarásskóli - skólareglur

Málsnúmer 201702012

Skólareglurnar hafa fengið umfjöllun á kennarafundi og í skólaráði.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skólareglur Brúarásskóla.

Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.

4.Brúarásskóli - Þróunarverkefnið Brúin

Málsnúmer 201702011

Fræðslunefnd fagnar þeirri jákvæðu athygli sem þróunarverkefnið "Brúin" hefur fengið eins og birtist nú í ítarlegri grein í veftímaritinu "Skólaþræðir". Nefndin hvetur til að vakin verði athygli á umfjölluninni í frétt á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201701104

Farið yfir þau verkefni og það vinnuferli sem felst í vegvísinum.

Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að funda með skólastjórum grunnskólanna og leggja grunn að verkáætlun, sem verði kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Í vinnslu.

7.Starfsáætlun fræðslunefndar 2017

Málsnúmer 201702010

Í vinnslu.

8.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201012009

Til kynningar.

Fundi slitið.