Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

242. fundur 22. nóvember 2016 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Sóley Þrastardóttir og Berglind Halldórsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 3-9. Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða tók þátt í fundinum undir lið 6.

1.Fullorðnir nemendur í tónlistarskólunum

Málsnúmer 201611073Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

2.Reglur um niðurfellingu tónlistarskólagjalda þegar nemendur hætta á skólaárinu

Málsnúmer 201611072Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir fylgdi eftir fyrirliggjandi tillögu að reglum vegna niðurfellingar tónlistarskólagjalda þegar nemendur hætta í námi á skólaárinu, sem skólastjórar tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ leggja fram. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Formaður kynnti þann undirbúning sem hefur farið fram við mat á hvernig vinna beri endurskoðun/uppfærslu á gildandi menntastefnu eða nýja stefnu. Ákveðið að senda hagsmunaaðilum þær spurningar sem liggja fyrir fundinum og nýta svör við þeim við ákvörðun um næstu skref í vinnuferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Nýjar heimasíður leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611069Vakta málsnúmer

Nýjar heimasíður leikskólanna sem verða opnaðar um næstu mánaðarmót kynntar.

Lagt fram til kynningar.

5.Reglur leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605124Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi drög að reglum leikskóla Fljótsdalshéraðs.

Fræðslunefnd samþykkir reglurnar eins og þær liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsáætlun Hádegishöfða 2016-2017

Málsnúmer 201611071Vakta málsnúmer

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti starfsáætlun Hádegishöfða skólaárið 2016-2017.

Lagt fram til kynningar.

7.Starfsáætlun Tjarnarskógar 2016-2017

Málsnúmer 201611070Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir kynnti starfsáætlun Tjarnarskógar skólaárið 2016-2017.

Lagt fram til kynningar.

8.Foreldrakorterið, erindi frá foreldraráði í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201611074Vakta málsnúmer

Hlín Stefánsdóttir kynnti erindið.

Farið yfir forsendur erindisins. Umrætt foreldrakorter kom til við sameiningu leikskólanna Tjarnarlands og Skógarlands og á aðeins við um þegar foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum sama leikskóla. Fræðslunefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Vináttuverkefnið

Málsnúmer 201611075Vakta málsnúmer

Leikskólarnir vinna að sambærilegum verkefnum eins og fram kemur í starfsáætlunum skólanna.

Lagt fram til kynningar.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201012009Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.