Foreldrakorterið, erindi frá foreldraráði í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201611074

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 22.11.2016

Hlín Stefánsdóttir kynnti erindið.

Farið yfir forsendur erindisins. Umrætt foreldrakorter kom til við sameiningu leikskólanna Tjarnarlands og Skógarlands og á aðeins við um þegar foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum sama leikskóla. Fræðslunefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir forsendur erindisins. Umrætt foreldrakorter kom til við sameiningu leikskólanna Tjarnarlands og Skógarlands og á aðeins við um þegar foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum sama leikskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar hafnar bæjarstjórn erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.