Fyrirspurn varðandi boð HR til stúlkna í 9. grunnskóla

Málsnúmer 201606022

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Fræðslunefnd fagnar að stúlkum á Fljótsdalshéraði hafi verið boðið að taka þátt í "Stelpur og tækni deginum" sem haldin var í Reykjavík, en dagurinn er haldin víða um heim. Stúlkunum var boðið suður, sem allir skólar sveitafélagsins þáðu.

Fræðslunefnd telur ekki að nemendum hafi verið mismunað með ómálefnalegum hætti með því að leyfa stelpunum að þiggja þessa ferð. Jafnframt hvetur fræðslunefnd skólana til að nýta hvert tækifæri sem gefst til að víkka sjóndeildarhring nemenda sinna út fyrir hefðbundin störf og stuðla að jafnrétti kynjanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar.