Vinnuskóli 2016

Málsnúmer 201601244

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Til umræðu er vinnutilhögun í Vinnuskóla 2016.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framkomna tillögu um vinnutíma Vinnuskólans 2016. Nefndin samþykkir að bjóða nemendum 7. bekkjar vinnu í sumar.
Jafnframt er samþykkt 5% hækkun launa í Vinnuskólanum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Til umræðu á fundi nefndarinnar var vinnutilhögun í Vinnuskóla 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framkomna tillögu um vinnutíma Vinnuskólans 2016. Bæjarstjórn samþykkir einnig að bjóða nemendum 7. bekkjar vinnu í sumar.
Jafnframt er samþykkt 5% hækkun launa í vinnuskólanum frá því sem var á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.