Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða)

Málsnúmer 201602139

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02.2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsög um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), mál nr. 219.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst gegn frumvarpi þessu.
Nefndin telur að leysa verði málefni varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum með heildstæðum hætti í samráði sveitarfélaga, ríkis og annarra hagsmunaaðila.
Enn og aftur vekur nefndin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02. 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndasviðs Alþingis, óskar eftir umsög um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), mál nr. 219.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggst gegn frumvarpi þessu.
Bæjarstjórn telur að leysa verði málefni varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum með heildstæðum hætti í samráði sveitarfélaga, ríkis og annarra hagsmunaaðila.
Enn og aftur er vakin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.