Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi

Málsnúmer 201602140

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02.2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi mál nr. 150.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framkominni þingsályktunartillögu.
Enn og aftur vekur nefndi athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02. 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi mál nr. 150.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framkominni þingsályktunartillögu.
Enn og aftur er vakin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.