Beiðni um að setja upp skilti við Miðás 2

Málsnúmer 201605080

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lagt er fram erindi Markús Eyþórssonar fyrir hönd Bílaverkstæði Austurlands, dags.11.maí 2016.
Óskað er eftir leyfi við uppsetningu á skilti við hlið núverandi skiltis Kia.
Meðfylgjandi er erindi og teikning af umræddu skilti móttekið 11.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því á afgreiðslufund byggingarfulltrúa með tilvísun í 2.5.1.gr. Byggingarreglugerðar nr.112.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagt er fram erindi Markús Eyþórssonar fyrir hönd Bílaverkstæði Austurlands, dags. 11. maí 2016.
Óskað er eftir leyfi við uppsetningu á skilti við hlið núverandi skiltis Kia.
Meðfylgjandi er erindi og teikning af umræddu skilti móttekið 11.05. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdarnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagt erindi og vísar því á afgreiðslufund byggingarfulltrúa með tilvísun í 2.5.1.gr. Byggingarreglugerðar nr.112.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 157. fundur - 27.09.2017

Mál var á dagskrá þann 1. júní 2016 í bæjarstjórn og var þar samþykkt.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við erindi.

Umsókn samþykkt.