Aðveitustöð við Grímsá

Málsnúmer 201605128

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lagt er fram erindi Rarik sent í tölvupósti þann 20.maí 2016.
Hugmynd Rarik er strenglögn við Grímsárvirkjun við nýja aðveitustöð. Gamlar loftlínur yfir Gilsárgilið verða lagðar niður, í staðinn verða strengdir stálvírar yfir gilið sem munu bera strengina sem koma í stað línanna. Sjá meðfylgjandi teikningu sem sýnir drög að staðsetningu strengjanna.
Að sögn Rarik gera landeigendur ekki athugasemdir við þessa framkvæmd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og gefur því heimild til framkvæmda þegar undirritað samþykki hagsmunaaðila berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagt er fram erindi Rarik sent í tölvupósti þann 20. maí 2016.
Hugmynd Rarik er strenglögn við Grímsárvirkjun við nýja aðveitustöð. Gamlar loftlínur yfir Gilsárgilið verða lagðar niður, í staðinn verða strengdir stálvírar yfir gilið sem munu bera strengina sem koma í stað línanna. Sjá meðfylgjandi teikningu sem sýnir drög að staðsetningu strengjanna.
Að sögn Rarik gera landeigendur ekki athugasemdir við þessa framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við framlagða tillögu og gefur því heimild til framkvæmda þegar undirritað samþykki hagsmunaaðila berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.