Auðlindagarður

Málsnúmer 201605028

Atvinnu- og menningarnefnd - 35. fundur - 09.05.2016

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að aðilar málsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 36. fundur - 23.05.2016

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. maí 2016.

Á fundinn undir þessum lið mætti Hilmar Gunnlaugsson og Jóna Árný Þórðardóttir sem var í síma.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Hilmari og Jónu fyrir kynningu á þeim hugmyndum sem þau hafa verið að vinna að. Nefndin er áhugasöm um verkefnið og væntir frekari samvinnu við Austurbrú og fleiri aðila sem að því koma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er áhugasöm um verkefnið og væntir frekari samvinnu við Austurbrú og fleiri aðila sem að því koma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.