Lögð er fram fundargerð 1. fundar starfshóps um svæðisskipulag Austurlands 22. mars 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þörf á að svæðisskipulag verði gert fyrir Austurland og styður þá vinnu sem hafin er. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu.
Lögð er fram fundargerð 1. fundar starfshóps um svæðisskipulag Austurlands 22. mars 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur þörf á að svæðisskipulag verði gert fyrir Austurland og styður þá vinnu sem hafin er. Bæjarstjórn samþykkir að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu.
Lögð er fram tillaga starfshóps vegna svæðisskipulag Austurlands, Austurland til framtíðar dags. 31.05.2016 og Vinnuskjal dags.02.05.2016, til glöggvunar sem sýnir tímalínu verkefnisins á yfirstandi ári og áætlaðan heildarkostnað við verkefnið. Óskað er eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til tillögunnar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér tillögur starfshópsins og tekur undir þær. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögum tilnefnir nefndin Árna Kristinsson og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur til setu í svæðisskipulagsnefnd fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.
Lögð er fram tillaga starfshóps vegna svæðisskipulags Austurlands, Austurland til framtíðar dags. 31.05.2016 og Vinnuskjal dags.02.05.2016, til glöggvunar sem sýnir tímalínu verkefnisins á yfirstandandi ári og áætlaðan heildarkostnað við verkefnið. Óskað er eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til tillögunnar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér tillögur starfshópsins og tekur undir þær.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögum, tilnefnir bæjarstjórn Árna Kristinsson og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur til setu í svæðisskipulagsnefnd fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.
Óskað hefur verið eftir tilnefningu varamanns í svæðisskipulagsnefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Esther Kjartansdóttir verði varamaður í svæðisskipulagsnefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þörf á að svæðisskipulag verði gert fyrir Austurland og styður þá vinnu sem hafin er. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.