Plastpokalaust sveitarfélag

Málsnúmer 201610056

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57. fundur - 20.10.2016

Til umræðu er Plastpokalaust sveitarfélag.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í hugmyndina, starfsmanni falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um hvernig staðið er að sambærilegum verkefnum.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Til umræðu er erindið Plastpokalaust sveitarfélag.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið Fljótsdalshérað verði plastpokalaust sveitarfélag í byrjun árs 2018.
Jafnframt leggur nefndin til að verkefnið verði unnið í samráði við nágrannasveitarfélög.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að í tilefni 70 ára afmælis Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 01.03.2017

Fram kom í máli bæjarfulltrúa að sveitarfélagið verði plastpokalaust frá byrjun árs 2018.
Ungmennaráð ítrekar óskir sínar um aðkomu að verkefninu.