Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

56. fundur 01. mars 2017 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson formaður
  • Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Agnarsdóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir
  • Karen Ósk Björnsdóttir varamaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir varamaður
  • Arna Skaftadóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Leikskólamál / dagforeldrar

Málsnúmer 201702142

Umræða um dagvistunarmál á Fljótsdalshéraði. Fundarmenn sammála um nauðsyn þess að öll börn eigi kost á dagvistun.

2.Geðheilbrigðisþjónusta

Málsnúmer 201702143

Rætt um nauðsyn þess að boðið sé upp á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð leggur áherslu á að bæjarstjórn beiti sér fyrir eflingu geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð vekur athygli á verkefni sem unnið er í Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við Stéttarfélag Vesturlands og veltir upp hvort möguleiki er á svipuðu samstarfi á Fljótsdalshéraði.

3.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144

Ungmennaráð beinir því til íþrótta- og tómstundanefndar að endurskoða gjaldskrá íþróttamiðstöðvar með tilliti til afsláttar fyrir ungmenni. Þá óskar ungmennaráð eftir aðkomu að vinnu við endurskoðun.

4.Plastpokalaust sveitarfélag

Málsnúmer 201610056

Fram kom í máli bæjarfulltrúa að sveitarfélagið verði plastpokalaust frá byrjun árs 2018.
Ungmennaráð ítrekar óskir sínar um aðkomu að verkefninu.

Fundi slitið.