Landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu - drög að áætlun 2017

Málsnúmer 201610019

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggja til umsagnar, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Fyrir liggja til umsagnar, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Náttúra, Menningarminjar og ferðamenn. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr.20/2016, Drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Atvinnu- og menningarnefndar þann 24.10.2016 og leggur til að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.