Beiðni um afnám einstefnu í Bláskógum

Málsnúmer 201411030

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Erindi dagsett 03.11.2014 þar sem Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.2002453779, Bjarni Kristmundsson kt.140743-4969 og Þórarinn Bjarnason kt.240870-3479 óska eftir að einstefna í Bláskógum verði afnumin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8. fundur - 26.03.2015

Erindi dagsett 03.11.2014 þar sem Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.2002453779, Bjarni Kristmundsson kt.140743-4969 og Þórarinn Bjarnason kt.240870-3479 óska eftir að einstefna í Bláskógum verði afnumin. Erindinu vísað frá umhverfis- og framkvæmdanefnd 12.11.2014. Fyrir liggur minnisblað frá Eflu Verkfræðistofa.

Niðurstaða Verkfræðistofunnar Eflu:

1) Með tilliti til þess hversu mjó gatan er og hversu mikið ökutæki leggja í henni, er ekki ráðlegt að breyta frá einstefnu í tvístefnu.

2) Að auki er sýn slæm frá Bláskógum (nyrðri tengingu), til hægri og vinstri þegar ekið er að Árskógum.

3) Gerlegt er þó að leyfa að ekið sé í báðar áttir í götunni en það hefði í för með sér meiri takmörkun á bifreiðastöðum í götunn en nú er og eins þyrfti að bæta sýn frá gatnamótum þ.e. að skerða gróður. Mögulegt er að setja tvístefnu á kaflanum næst Árskógum við nyrðri tengingu, með sama hætti og er við syðri tengingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til minnisblaðs Eflu þá leggur vinnuhópurinn til að ofangreindu erindi verði hafnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Erindi dagsett 03.11. 2014, þar sem Sigurbjörg Þórarinsdóttir, Bjarni Kristmundsson og Þórarinn Bjarnason óska eftir að einstefna í Bláskógum verði afnumin. Erindinu vísað frá umhverfis- og framkvæmdanefnd 12.11. 2014. Fyrir liggur minnisblað frá Verkfræðistofunni Eflu um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umferðaröryggishóps og umhverfis- og framkvæmdanefndar, og með tilliti til minnisblaðs Eflu, samþykkir bæjarstjórn að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.