Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun/til umsagnar

Málsnúmer 201503090

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 17.03.2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndarsvid@althingi.is.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 17.03. 2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.