Upplýsingafundur með bændum á Jökuldal 19.03.15

Málsnúmer 201503121

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir fundi sem þeir sátu, ásamt fleiri kjörnum fulltrúum, með bændum á Jökuldal fimmtudaginn 19. mars 2015 sem snerist um stöðu mála varðandi þróun gæðastýringarverkefnis í sauðfjárrækt.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur að með gildistöku nýrrar gæðastýringareglugerðar nr. 1160/2013 séu kröfur komnar langt af leið frá upphaflegum hugmyndum um gæðastýringu, sem voru þær að beitanýting væri sjálfbær. Umrædd reglugerð gerir hins vegar beitarálag að aukaatriði, en snýst nú þess í stað mestmegnis um uppgræðsluverkefni. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur eðlilegt að eldri landbótaáætlanir haldi gildi sínu enda gildistími þeirra ekki útrunninn sbr. (reglugerð nr. 175/2003 og reglugerð nr. 10/2008).
Jafnframt telur bæjarráð að taka verði nýja gæðastýringarreglugerð til endurskoðunar hið fyrsta.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur að með gildistöku nýrrar gæðastýringareglugerðar nr. 1160/2013 séu kröfur komnar langt af leið frá upphaflegum hugmyndum um gæðastýringu, sem voru þær að beitanýting væri sjálfbær. Umrædd reglugerð gerir hins vegar beitarálag að aukaatriði, en snýst nú þess í stað mestmegnis um uppgræðsluverkefni. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur eðlilegt að eldri landbótaáætlanir haldi gildi sínu enda gildistími þeirra ekki útrunninn sbr. (reglugerð nr. 175/2003 og reglugerð nr. 10/2008).
Jafnframt telur bæjarstjórn að taka verði nýja gæðastýringarreglugerð til endurskoðunar hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.