Beiðni um tilnefningar fulltrúa í svæðisráð fyrir rekstrarsvæði 2 í Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 201504136

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294. fundur - 04.05.2015

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2015 með beiðni um að Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur tilnefni sameiginlega þrjá fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, rekstrarsvæði 2.

Hefðbundin skipan mála er sú að Fljótsdalshérað tilnefnir 2 fulltrúa og Fljótsdalshreppur 1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ruth Magnúsdóttir, Björn Ármann Ólafsson verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs og að haft verði samband við Fljótsdalshrepp um tilnefningu á fulltrúa þeirra í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á rekstrarsvæði 2.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2015 með beiðni um að Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur tilnefni sameiginlega þrjá fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, rekstrarsvæði 2.
Hefðbundin skipan mála er sú að Fljótsdalshérað tilnefnir 2 fulltrúa og Fljótsdalshreppur 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Ruth Magnúsdóttir og Björn Ármann Ólafsson verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs og að haft verði samband við Fljótsdalshrepp um tilnefningu á fulltrúa þeirra í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á rekstrarsvæði 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.