Á fundinn undir þessum lið mætti Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi hjá Austurbrú. Á fundinum var m.a. farið yfir menningarhluta Sóknaráætlunar Austurlands og áhersluverkefnið Menningarstarf á Austurlandi.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að hlutverk menningarfulltrúa Austurlands sé betur skýrt og um leið ábyrgð á framkvæmd menningarverkefna sóknaráætlunarinnar. Nefndin óskar jafnframt eftir að greinargerðir menningarfulltrúa um menningarstarf sem undir hann heyra verði sendar nefndinni.
Fyrir liggur styrkumsókn frá SAM félagi, grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi, um vinnustofu til að efla skógarmenningu og viðarnytjar á Austurlandi.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 1389.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Umsókn um styrk vegna starfsemi Leikfélags Fljótsdalshéraðs
Fyrir liggur umsókn um styrk frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs vegna uppsetningar á leikverki sem sýnt verðu í maí 2017 og vegna undirbúnings á sviðsverki sem fyrirhugað er til sýningar í mars 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að leikfélagið verði styrkt um kr. 450.000 sem tekið verði af lið 0581.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018
Fyrir liggur þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú vegna ársins 2017. Framlag sveitarfélagsins rúmast innan þeirrar áætlunar sem gerð var í haust vegna samningsins.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samning.
Samþykkt samhljóða.