Hjaltalundur félagsheimili

Málsnúmer 201703052

Atvinnu- og menningarnefnd - 50. fundur - 20.03.2017

Fyrir liggja minnispunktar frá fundi fulltrúa Hollvinasamtaka Hjaltalundar og starfsmanns sveitarfélagsins frá 10. mars 2017.

Á fundinn undir þessum lið mætti Þorvaldur Hjarðar formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem ræddi hugmyndir um svæðið og hugsanlega nýtingu Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að húsráð Hjaltalundar mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 51. fundur - 10.04.2017

Á fundinn undir þessum lið mættu Guðmundur Karl Sigurðsson og Sigbjörn Sævarsson, fulltrúar húsráðs Hjaltalundar.

Rædd var staða og hlutverk Hjaltalundar til framtíðar.
Aðilar sammála um að brýn þörf er á viðhaldi á húsinu.

Málið er áfram í vinnslu.