Bændur græða landið, styrkbeiðni fyrir árið 2016

Málsnúmer 201611107

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2016.
BGL samstarfið felst í að Landgræðslan styrkir þátttakendur til áburðarkaupa, leggur til fræ og veitir faglega ráðgjöf við uppgræðslu landsins.
Á Fljótsdalshéraði voru 36 þátttakendur í verkefninu árið 2016. Framlag Langræðslu ríkisins í sveitarfélaginu var á árinu 2016 kr. 3.395.650,-kr.
Af öðrum verkefnum má nefna 9 tonn af áburði á uppgræðslusvæðin á Héraðssandi og Húsey. Styrkur til Landgræðslufélags Héraðsbúa 1.300.00,-kr og styrkur í verkefni í Hrafnkelsdal uppá 310.000,-kr.
Landgræðslan lagði sveitarfélaginu til um 100-120 kg af fræi til notkunar á vegum Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs.
Landgræðslan, í gegnum verkefnið Varnir gegn Landbroti vinnur á Fljótsdalshéraði fyrir 3.550.000,-kr, verkefni í Skriðdal og Jökuldal.

Landgræðslan fer því vinsamlega á leit við Fljótsdalshérað að BGL verkefni ársins 2016, hljóti fjárstuðning. Óskað er eftir 6.000,-kr. framlagi á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur það til við sveitarstjórn að styrkja Landgræðslu ríkisins sem nemur 6.000,-kr. á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr. upphæðin verði tekin af lið nr. 13-29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2016.
BGL samstarfið felst í að Landgræðslan styrkir þátttakendur til áburðarkaupa, leggur til fræ og veitir faglega ráðgjöf við uppgræðslu landsins.
Á Fljótsdalshéraði voru 36 þátttakendur í verkefninu árið 2016. Framlag Landgræðslu ríkisins í sveitarfélaginu var á árinu 2016 kr. 3.395.650,-kr.
Af öðrum verkefnum má nefna 9 tonn af áburði á uppgræðslusvæðin á Héraðssandi og Húsey. Styrkur til Landgræðslufélags Héraðsbúa 1.300.00,-kr og styrkur í verkefni í Hrafnkelsdal uppá 310.000,-kr.
Landgræðslan lagði sveitarfélaginu til um 100-120 kg af fræi til notkunar á vegum Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs.
Landgræðslan, í gegnum verkefnið Varnir gegn Landbroti vinnur á Fljótsdalshéraði fyrir 3.550.000,-kr, verkefni í Skriðdal og Jökuldal.

Landgræðslan fer því vinsamlega á leit við Fljótsdalshérað að BGL verkefni ársins 2016, hljóti fjárstuðning. Óskað er eftir 6.000,-kr. framlagi á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að styrkja Landgræðslu ríkisins sem nemur 6.000,-kr. á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr. upphæðin verði tekin af lið nr. 13-29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.