Yrkjusjóður, beiðni um stuðning árið 2017

Málsnúmer 201611113

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindi frá Yrkjusjóði.
Undanfarin ár hefur Yrkjusjóður styrkt skólastarf með úthlutun á trjáplöntum. Nú er svo komið vegna hækkandi verðs á plöntum að farið er að þrengja verulega að möguleikum sjóðsins til úthlutunar.
Yrkjusjóður óskar því eftir stuðningi nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins að lágmarki 150.000,-kr. til þess að geta haldið þessu mikilvæga starfi Yrkjusjóðs áfram.
Meðfylgjandi er erindi Yrkjusjóðs dagsett 22.11.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.