Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu

Málsnúmer 201611093

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

Í ljósi þess að kynningarfundur um kerfisáætlunina sem halda átti sl. þriðjudag var felldur niður, þá óskar Umhverfis- og framkvæmdanefnd eftir frekari frest til að fjalla um málið þar til fyrirhugaður kynningarfundur hefur verið haldinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lögn nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við kerfisáætlun Landsnets, nefndin leggur áherslu á að tekið verði tillit til umhverfis- og náttúrusjónarmiða og hagsmuna landeiganda við allar framkvæmdir.
Nefndin telur jafnframt að þörf sé á að farið sé í framkvæmdir sem fyrst til að tryggja raforkuöryggi í landinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.