Lagt er fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar, erindið verði lagt fyrir aftur í janúar 2017.
Lagt er fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015 til umfjöllunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að endurskoða stöðuleyfisgjöld og gjöld vegna vinnu við umsagnir um rekstrarleyfi til sölu gistingar. Jafnframt að yfirfara lista yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði og leggja fyrir nefnd að vinnu lokinni.
Lögð er fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015, ásamt skýrslu um lausar lóðir til umfjöllunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til á Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði og leggur til að auglýsa hana að nýju í B-deild stjórnartíðindum.
Jafnframt leggur nefndin til að lækkuð verði gatnagerðargjöld sem nemur 50% af eftirfarandi lóðum með tilvísun í 6.gr. samþykktar 668/2015: - Dalsel 1,3,5 - Dalsel 2,4,6 - Hamrar, af öllum óbyggðum lóðum. - Bláargerði, á óúthlutuðum lóðum 1-69 og 4-38.
Lagt fram til kynningar, erindið verði lagt fyrir aftur í janúar 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.