Ósk um staðsetningu fyrir veitingavagn á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611116

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindi Hildibrand slf.
Óskað er eftir leyfi til að staðsetja veitingavagn á grasflöt á horni Kaupvangs og Fagradalsbrautar á Egilsstöðum árið 2017.
Lengd veitingavagnsins er 7,5m og þörf væri á að staðsetja nokkur borð í kring um hann.
Meðfylgjandi er erindi, sent í tölvupósti, dagsett 28.11.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar tillögu að staðsetningu en felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um aðra valkosti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest en bæjarráð beinir því þó til skipulags- og byggingarfulltrúa að í viðræðum við bréfritara verði farið yfir kosti og galla þeirrar staðsetningar sem tilgreind er í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.