Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

Málsnúmer 201611028

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lagt er fyrir erindi Verkís, Umsókn um samþykkt byggingaráforma.
Ferðaþjónustan að Eyvindará II hyggst auka við gistirými. Í framhaldi af byggingu gistirýmis árið 2012 hafa fjögur herbergi verið tekin úr rekstri í elsta hluta gistirýmis og plön eru um að taka tvö önnur úr rekstri. Þetta þýðir fækkun á herbergjum um sex. Til að bæta upp tekjumissi af þessum herbergjum er komin fram hugmynd um að byggja við gistiálmu sem byggð var 2012 til austurs. Viðbygging yrði á tveimur hæðum með 6 herbergjum á hvorri hæð. Tengibygging myndi hýsa lyftu sem vantað hefur. Heildarfjöldi herbergja ferðaþjónustunnar var 39 en eftir fyrirhugaða breytingu verða þau 45.
Breyting á deiliskipulagi er óveruleg. Fyrirhuguð breyting er í raun hluti af þeirri stækkun sem gert var ráð fyrir við gerð deiliskipulags en með breyttri staðsetningu. Byggingarreitur er færður en ekki stækkaður. Á meðfylgjandi skjali er sýnd færsla á byggingarreit á skýringaruppdrætti gildandi deiliskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að boða fund með hagsmunaraðilum til að kynna áformin.
Niðurstaða fundarins verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindið Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum / Eyvindará II að nýju.

Erindi í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Lagt er fyrir erindið Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum / Eyvindará II.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 59, þann 23.11.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að boða fund með hagsmunaraðilum til að kynna áformin og leggja niðurstöðu fundarins fyrir nefndina.

Þann 17.12.2016 var haldinn fundur með hagsmunaaðilum og skipulagsráðjgafa umsækjanda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið niðurstöðu fundar með hagsmunaaðilum.
Nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga hjá Vegagerðinni varðandi framkvæmdir við veginn og að kanna ábendingu vegna mannvirkis við Hótel Eyvindará.
Jafnframt er afgreiðslu þessa erindis frestað þar til umsækjandi hefur lokið við gerð bílastæðis norðan við Hótel Eyvindará sbr. samþykkt deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.