Votihvammur, staða skipulags og lóða.

Málsnúmer 201611079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina deiliskipulagið Votihvammur til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.
Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindið Votihvammur, staða skipulags og lóða fyrir nefnd að nýju.
Á fundi nr. 59 þann 23.11.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Lögð er fyrir nefndina eftirfarandi gögn:
- Svarbréf Skipulagsstofnunar um skipulag í gildi.
- Samningur ÍAV um uppgjör á lóðum í Votihvammi.
- Samantekt á lóðinni Ártún 1-17.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðirnar Ártún 10-16 og 11-17 á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lagt var að nýju fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Votihvammur, staða skipulags og lóða.
Á fundi nr. 59 þann 23.11. 2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Lögð voru fyrir nefndina eftirfarandi gögn:
- Svarbréf Skipulagsstofnunar um skipulag í gildi.
- Samningur ÍAV um uppgjör á lóðum í Votahvammi.
- Samantekt á lóðinni Ártún 1-17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðirnar Ártún 10-16 og 11-17 á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.