Ungmennaráð Íslands

Málsnúmer 201610091

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 03.11.2016

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26. október 2016, frá Helgu Kristínu Haraldsdóttur um stofnun Ungmennaráðs Íslands. Helga Kristín tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum Skype og gerði grein fyrir hugmyndinni.

Ungmennaráð leggur til að fulltrúar þess taki þátt í fyrirhuguðum fundi um stofnun Ungmennaráðs Íslands í janúar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26. október 2016, frá Helgu Kristínu Haraldsdóttur, um stofnun Ungmennaráðs Íslands. Helga Kristín tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum Skype og gerði grein fyrir hugmyndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að fulltrúar úr ungmennaráði taki þátt í fyrirhuguðum fundi um stofnun Ungmennaráðs Íslands í janúar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.