Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

53. fundur 03. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Rebekka Karlsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Agnarsdóttir aðalmaður
  • Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Ríkey Dröfn Ágústsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Arna Skaftadóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ungmennaráð Íslands

Málsnúmer 201610091

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26. október 2016, frá Helgu Kristínu Haraldsdóttur um stofnun Ungmennaráðs Íslands. Helga Kristín tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum Skype og gerði grein fyrir hugmyndinni.

Ungmennaráð leggur til að fulltrúar þess taki þátt í fyrirhuguðum fundi um stofnun Ungmennaráðs Íslands í janúar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Afþreying á unglingalandsmóti á Fljótsdalshéraði 2017

Málsnúmer 201611008

Rebekka Karlsdóttir og Guðbjörg Agnarsdóttir gerðu grein fyrir störfum afþreyingarnefndar unglingalandsmóts 2017.

Ræddar voru hugmyndir að viðburðum og skemmtikröftum á mótinu. Tillögur komu um skemmtifrafta:
Páll Óskar, Aron Can, GKR, MC Gauti, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, Glowie, Hildur, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Salka Sól, Amabadama, Ævar vísindamaður.

Viðburðir og smiðjur:
Smiðja á vegum Leikfélagsins Gríms, hlussubolti, Laser tag, Brettaæfingar, vinabandagerð, hoppukastalar.

Lagt er til að þessum tillögum verði vísað til afþreyingarnefndar unglingalandsmótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611010

Fyrir liggja gildandi samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs frá 2005.

Málinu frestað til næsta fundar.

4.Næstu verkefni og áherslur ungmennaráðs

Málsnúmer 201611009

Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson fromstöðumaður Nýungar og gerði m.a. grein fyrir Hip hop rap tónlistarhátíðinni Road to relax í Sláturhúsinu 24. nóvember. Árni óskaði eftir aðstoð fulltrúa ungmennaráðsins við undirbúning hátíðarinnar og var vel tekið í það af fulltrúum ráðsins.

Umræða var um að sveitarfélagið stefni að því að verða polastpokalaust sveitarfélag.
Ungmennaráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að takmarka plastpokanotkun sína eins og hægt er og hvetur jafnframt sveitarfélagið til að vinna að því með íbúum og fyrirtækjum að takmarka notkun plastpoka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.