Afþreying á unglingalandsmóti á Fljótsdalshéraði 2017

Málsnúmer 201611008

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 03.11.2016

Rebekka Karlsdóttir og Guðbjörg Agnarsdóttir gerðu grein fyrir störfum afþreyingarnefndar unglingalandsmóts 2017.

Ræddar voru hugmyndir að viðburðum og skemmtikröftum á mótinu. Tillögur komu um skemmtifrafta:
Páll Óskar, Aron Can, GKR, MC Gauti, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, Glowie, Hildur, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Salka Sól, Amabadama, Ævar vísindamaður.

Viðburðir og smiðjur:
Smiðja á vegum Leikfélagsins Gríms, hlussubolti, Laser tag, Brettaæfingar, vinabandagerð, hoppukastalar.

Lagt er til að þessum tillögum verði vísað til afþreyingarnefndar unglingalandsmótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Tillögum ungmennaráðs vísað til afþreyingarnefndar unglingalandsmótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.