Rannsókn á miðlanotkun ungra barna

Málsnúmer 201611032

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 08.11.2016

Fyrir liggur erindi frá doktor Steingerði Ólafsdóttur um heimild til að hafa samband við úrtak foreldra 0-8 ára barna í sveitarfélaginu vegna rannsóknar á miðlanotkun ungra barna.

Fræðslunefnd samþykkir umbeðna heimild fyrir sitt leyti. Fræðslustjóra falið að vera tengiliður sveitarfélagins við rannsóknaraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.