Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201611007

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs til endurskoðunar.
Meðfylgjandi er gildandi gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljósdalshéraði og drög að endurskoðaðri gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskránna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs til endurskoðunar.
Meðfylgjandi er gildandi gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði og drög að endurskoðaðri gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillög umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða gjaldskrá og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskránna þegar samþykkt um meðhöndlun úrganga á Fljótsdalshéraði liggur fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn við fyrri umræðu meðfylgjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn á næsta fundi hennar.
Umhverfis og framkvæmdanefnd falið að fara yfir athugasemdir er lúta að skilgreiningu á íbúðarhúsnæði í samþykktinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði til yfirferðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði með framlögðum breytingum dags.23.11.2016 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði, til yfirferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði, með framlögðum breytingum dags. 23.11.2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.