Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201611039

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 2. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4798.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 2. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4798.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.