Lagt er fram erindi HJH ehf. Umsókn um byggingarlóð. HJH ehf. sækir hér með um lóð nr. 4 við Hamra á Fljótsdalshéraði til byggingar einbýlishúss.
Eftirfarandi tillaga lög fram: Að tillögu umhverfis og framkvæmdanefndar samþykktir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Lagt er fyrir erindið Umsókn um lóð, að nýju fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina. Staðfesting lóðarúthlutunar fyrir Hamra 4 var send út á umsækjanda dags. 5.9.2016. Greiðslufrestur er 30 dagar frá dagsetningu tilkynningar um lóðarúthlutun ella fellur lóðarveitingin úr gildi.
Með vísan í skilmála greiðslufrests afturkallar Umhverfis- og framkvæmdanefndin lóðarúthlutunina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla erindisins og lóðin sett á lista yfir lausar lóðir hjá Fljótsdalshéraði.
Lagt er að nýju fyrir umhverfis- og framkvæmdanefndina erindið "Umsókn um lóð". Staðfesting lóðarúthlutunar fyrir Hamra 4 var send út á umsækjanda dags. 5.9.2016. Greiðslufrestur er 30 dagar frá dagsetningu tilkynningar um lóðarúthlutun, ella fellur lóðarveitingin úr gildi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan í skilmála greiðslufrests afturkallar Bæjarstjórn lóðarúthlutunina fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla erindisins og lóðin sett á lista yfir lausar lóðir hjá Fljótsdalshéraði.
Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykktir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn erindisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.