Lagt er fram yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga yfir Gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Um er að ræða velferðarþjónustu þar sem notendur fá lakari úrlausn sinna mála en efni standa til vegna óskýrrar verka-og ábyrgðarskiptingar þeirra aðila sem veita þjónustuna. Í þessu samhengi má nefna að nýverið fundaði formaður félagsmálanefndar ásamt bæjarstjóra og félagsmálastjóra með yfirmönnum HSA varðandi samstarf er snýr að félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun á Fljótsdalshéraði.