Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur 2017

Málsnúmer 201611066

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 149. fundur - 16.11.2016

Drög að hækkaðri gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn lögð fram og samþykkt. Hækkunin sem tekur gildi frá 1. janúar 2017 nemur 4,5% og tekur mið af hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Drög að hækkaðri gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn var lögð fram í félagsmálanefnd og samþykkt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn breytta gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn.
Hækkunin sem tekur gildi frá 1. janúar 2017 nemur 4,5% og tekur mið af hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.