Fundargerð 216. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201611126

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 365. fundur - 05.12.2016

Fundargerð 216. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella lögð fram til kynningar.

Þar voru teknar fyrir gjaldskrár sem hér segir:


Vatnsveitugjöld 2017.
Samkvæmt 8. gr. í samþykktum um gjaldskrár vatnsveitna í rekstri HEF ehf. ber stjórn að taka ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 3. grein samþykktanna og samþykkir stjórn HEF að grein 3 verði eftirfarandi:

Af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar skal greiða vatnsgjald sem nemur kr. 245 (var 245)á fermetra skv. fasteignamati og fast gjald kr. 8.600 (var kr. 8.250) á matseiningu. Árlegt vatnagjald af sumarhúsum / frístundahúsum, skal að lágmarki vera kr. 25.640 (var kr. 24.900)

Notkunargjald skv. mæli skal vera kr. 30 (var kr. 28) pr rúmmetra og frá Urriðavatnsveitu kr. 23 (var kr, 22) pr rúmmetra

Holræsagjöld vegna álagningar 2017.

Holræsagjald verði óbreytt, eða 0,32% af fasteignamati.

Vegna hreinsunar rotþróa samkv. gjaldskrá, breytast upphæðir árlega samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, eins og fram kemur í samþykktinni.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Í bæjarráði var fundargerð 216. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella lögð fram til kynningar.

Þar voru teknar fyrir og samþykktar gjaldskrár sem hér segir:

Vatnsveitugjöld 2017.
Samkvæmt 8. gr. í samþykktum um gjaldskrár vatnsveitna í rekstri HEF ehf. ber stjórn að taka ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 3. grein samþykktanna og samþykkir stjórn HEF að grein 3 verði eftirfarandi:

Af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar skal greiða vatnsgjald sem nemur kr. 245 (var 245) á fermetra skv. fasteignamati og fast gjald kr. 8.600 (var kr. 8.250) á matseiningu. Árlegt vatnagjald af sumarhúsum / frístundahúsum, skal að lágmarki vera kr. 25.640 (var kr. 24.900)

Notkunargjald skv. mæli skal vera kr. 30 (var kr. 28) pr. rúmmetra og frá Urriðavatnsveitu kr. 23 (var kr, 22) pr. rúmmetra

Holræsagjöld vegna álagningar 2017.

Holræsagjald verði óbreytt, eða 0,32% af fasteignamati.

Vegna hreinsunar rotþróa samkv. gjaldskrá, breytast upphæðir árlega samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, eins og fram kemur í samþykktinni.

Lagt hér fram til kynningar.