Erindi og gögn fyrir fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar

Málsnúmer 201606134

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Lagt er fram erindi er snýr að málsmeðferð.

Öll erindi sem leggja á fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd skulu berast a.m.k. 7 dögum fyrir fund.
Ef starfsmaður óskar eftir lagfæringum á gögnum, þá þurfa leiðrétt gögn að hafa borist fyrir miðnætti 3 dögum fyrir fund.
Óskað er eftir samþykki nefndarinnar og sveitastjórnar að ný erindi sem berast er varða vinnu eða breytingar á skipulagsáætlunum eða kynningu á framkvæmdaleyfi að gjöld verði innheimt áður en erindi er lagt fyrir fundi nefnda sveitarfélagsins.
Lagt er til að innheimta afgreiðslugjald skv.14.gr. samþykktar nr. 668 en önnur gjöld áður en auglýsing á tillögu verði send út.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagt erindi en áréttar að formaður áskilur sér rétt til að bæta við erindi ef hann telur brýna þörf fyrir afgreiðslu þess.

Með vísun í 14.gr. samþykktar nr.668, gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum, þá samþykkir Umhverfis- og framkvæmdanefnd fyriráætlanir um innheimtu gjalda undir gr.14.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Á fundi umhverfis- og mannvirkjanefndar var lagt fram eftirfarandi erindi sem snýr að málsmeðferð.

Öll erindi sem leggja á fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd skulu berast a.m.k. 7 dögum fyrir fund. Formaður hefur þó rétt til að bæta við erindi ef hann telur brýna þörf fyrir afgreiðslu þess.

Ef starfsmaður óskar eftir lagfæringum á gögnum, þá þurfa leiðrétt gögn að hafa borist fyrir miðnætti 3 dögum fyrir fund.

Óskað er eftir samþykki nefndarinnar og sveitastjórnar fyrir því, að ef ný erindi sem berast er varða vinnu eða breytingar á skipulagsáætlunum eða kynningu á framkvæmdaleyfi, verði gjöld innheimt áður en erindi er lagt fyrir fundi nefnda sveitarfélagsins.
Lagt er til að innheimta afgreiðslugjald, skv. 14. gr. samþykktar nr. 668, áður en nefndir sveitarfélagsins fjalla um málið, en önnur gjöld áður en auglýsing á tillögu verði send út.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framangreindar málsmeðferðartillögur.

Með vísun í 14. gr. samþykktar nr. 668, gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum, þá samþykkir bæjarráð jafnframt að heimildir til innheimtu gjalda verði nýttar.