Fundir fjallskilastjóra 2016

Málsnúmer 201607005

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Lögð er fram fundargerð fundar Fjallskilastjóra 2016, dags.22.6.2016 til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar eftirfarandi úr lið 3 í fundargerðinni, "Þess sé krafist að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar."

Fundargerð fjallskilastjóra að öðru leiti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fundargerð fundar Fjallskilastjóra 2016, dags.22.6. 2016 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar bókun úr lið 3 í fundargerð fjallskilastjóra og krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.