Gangbrautir

Málsnúmer 201606144

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Lagt er fram erindi Sesselju Ósk P. Friðjónsdóttur íbúa við Tjarnarbraut. Erindið varðar að fjölga gangbrautum frá Tjarnarbrautinni yfir í Tjarnargarðinn.
"Tjarnargarðurinn er nokkuð mikið notaður, börnin okkar eru að labba í gegnum hann og hjóla en þegar kemur að enda göngustígarins við tjarnabrautina tekur bara við gatan en engin gangbraut og bílstjórar ekki endilega með augun á þessum stað"
Einnig er vakin athygli á því að engin göngustígur liggi frá Tjarnarbrautinni að sjoppunni Skálinn.
Meðfylgjandi eru myndir og tölvupóstur sendanda erindis til frekari skýringa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til Umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vísar erindinu til Umferðaröryggishóps Fljótsdalshéraðs.