Göngu- og hjólastígar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202001141

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86. fundur - 06.02.2020

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að áfram verði haldið að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar eru til staðar í sveitarfélaginu. Sérstaklega þyrfti að skoða göngustígamál í Fellabæ.

Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 127. fundur - 26.02.2020

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga frá Ungmennaráði Fljótsdalshéraðs þar sem ráðið leggur til að haldið verði áfram að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú eru til staðar í sveitarfélaginu. Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið. Málið hefur verið tekið upp við vegagerðina og verður í höndum nýs sameiginlegs sveitafélags að móta stefnu uppbyggingu göngu- og reiðhjólastíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.