Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

66. fundur 21. febrúar 2018 kl. 15:00 - 16:40 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Ásta Dís Helgadóttir varaformaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Sigdís Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Plastpokalaust Fljótsdalshérað 2018

Málsnúmer 201802104

Rætt um verkefnið Plastpokalaust Fljótsdalshérað 2018 og bæjarfulltrúar greindu frá framvindu þess. Ungmennaráð ítrekaði áhuga á aðkomu að verkefninu og voru hvött til þess að sýna frumkvæði í málinu.

2.Almenningssamgöngur

Málsnúmer 201802105

Ungmennaráð lagði fram spurningar varðandi tíðni ferða, aðgengi og endurskoðun almenningssamgangna.
Bæjarfulltrúar árétta að áætlun um almenningssamgöngur er í stanslausri endurskoðun. Ungmennaráð lýsir yfir áhuga á því að hafa aðkomu að slíkri vinnu.

3.Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Umræður um Vegahúsið, starfsemi þess og framtíð. Fulltrúar ungmennaráðs og Vegahúss fara á Landsþing ungmennahúsa á Akureyri í byrjun mars.

4.Geðheilbrigðismál

Málsnúmer 201802103

Ungmennaráð veltir upp spurningum um hvort og þá hvernig sveitarfélagið hyggst beita sér fyrir geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk, t.d. í ljósi verri líðan framhalds- og háskólanema um land allt og ekki síst vegna hárrar sjálfsvígstíðni ungs fólks á Austurlandi.
Bæjarstjóri nefndi innleiðingu "sænska módelsins" í sveitarfélaginu og hvernig það mögulega nýtist börnum og ungmennum í þessu samhengi. Bæjarfulltrúar benda á aukna sálfræðiþjónustu hjá HSA, sem nýtist grunnskólum sveitarfélagsins. Vangaveltur um ástæður vanlíðan ungmenna og hvað hægt er að gera í forvarnaskyni.

Fundi slitið - kl. 16:40.