Geðheilbrigðismál

Málsnúmer 201802103

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 66. fundur - 21.02.2018

Ungmennaráð veltir upp spurningum um hvort og þá hvernig sveitarfélagið hyggst beita sér fyrir geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk, t.d. í ljósi verri líðan framhalds- og háskólanema um land allt og ekki síst vegna hárrar sjálfsvígstíðni ungs fólks á Austurlandi.
Bæjarstjóri nefndi innleiðingu "sænska módelsins" í sveitarfélaginu og hvernig það mögulega nýtist börnum og ungmennum í þessu samhengi. Bæjarfulltrúar benda á aukna sálfræðiþjónustu hjá HSA, sem nýtist grunnskólum sveitarfélagsins. Vangaveltur um ástæður vanlíðan ungmenna og hvað hægt er að gera í forvarnaskyni.