Undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og sagði frá fyrirætlunum sveitarfélagsins varðandi úrbótagöngu og hugmyndir að aðkomu ungmennaráðs.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs tekur vel í þær hugmyndir sem fram komu í máli Freys en að öðru leyti var málið lagt fram til kynningar.
Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um bann við notkun burðarplastpoka. Segir í frumvarpinu að 1. júlí 2019 verði óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir ánægju með frumvarpið.
Mælir ungmennaráð með því að fólk kynni sér vefsíðuna Spurt og svarað um bann við burðarplastpokum á vef Stjórnarráðs Íslands.
Ungmennaráð leggur til að fulltrúar ráðsins á ráðstefnunni verði Einar Freyr Guðmundsson og Guðrún Lára Einarsdóttir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.