Frumvarp um bann við notkun burðarplastpoka

Málsnúmer 201902077

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 77. fundur - 21.02.2019

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um bann við notkun burðarplastpoka. Segir í frumvarpinu að 1. júlí 2019 verði óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir ánægju með frumvarpið.

Mælir ungmennaráð með því að fólk kynni sér vefsíðuna Spurt og svarað um bann við burðarplastpokum á vef Stjórnarráðs Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.